Fara beint í efnið

14. júní 2024

Tengiliður Íslands hjá Eurocontrol

Hlutverk tengiliðs er að efla tengsl og stuðla að skilvirku aðildarstarfi Íslands, m.a. gagnkvæmri samvinnu og þátttöku í vinnuhópum.

Samgöngustofa - Tengiliður Íslands hjá Eurocontrol

Hinn 1. júní sl. tók Guðmundur Sigurðsson við stöðu tengiliðs Íslands hjá Eurocontol, til næstu tveggja ára. Hlutverk tengiliðs er að efla tengsl og stuðla að skilvirku aðildarstarfi Íslands, m.a. gagnkvæmri samvinnu og þátttöku í vinnuhópum. Þá er það í verkahring hans að auka þekkingu á starfsemi Eurocontrol og miðla til íslenskra hagaðila upplýsingum um þjónustu sem stofnunin býður upp á og getur nýst þeim.

Guðmundur Sigurðsson er fyrrum deildarstjóri Flugfjarskipta hjá Isavia ANS. Eurocontrol er milliríkjastofnun sem styður við flug og flugleiðsögu í Evrópu. Aðlögunarsamningur Íslands við Eurocontrol var undirritaður haustið 2022, en landið öðlast fulla aðild frá 1. janúar 2025.

Margvíslegur ávinningur um öruggar flugsamgöngur rúmast innan aðildar Íslands að Eurocontrol. Má þar nefna miðlæga flæðistjórnun flugumferðar fyrir samevrópska loftrýmið, aðgang að kerfum og tæknilausnum, svo og þjálfun og stuðning við ýmsa þætti flugmála.