23. janúar 2007
23. janúar 2007
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tengifulltrúi ríkislögreglustjóra hjá Evrópulögreglunni
Arnar Jensson aðstoðaryfirlögregluþjónn tekur við starfi tengifulltrúa embættis ríkislögreglustjóra hjá Evrópulögreglunni Europol hinn 1. febrúar n.k. Arnar verður með starfsheitið „Liaison Officer“ og er fyrstur til að gegna því starfi af hálfu íslenskra lögregluyfirvalda. Störf Arnars munu auðvelda öll samskipti lögreglunnar hér á landi við Europol.
Hér á heimsíðunni er hægt að kynna sér starfsemi Evrópulögreglunnar sem hefur höfuðstöðvar í Haag í Hollandi.