Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. mars 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tekinn tvisvar fyrir ofsaakstur á 10 dögum

Sautján ára piltur var stöðvaður fyrir ofsaakstur á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöld en bíll hans mældist á 148 km hraða. Sami piltur, sem fékk bílpróf fyrr í vetur, var tekinn fyrir ofsaakstur á Kringlumýrarbraut fyrir tíu dögum og þá fékk hann 60 þúsund króna sekt. Svo virðist sem pilturinn hafi ekki enn lært sína lexíu því brot hans í gær var enn grófara. Núna fær hann hins vegar tíma til að hugsa ráð sitt því pilturinn á tveggja mánaða ökuleyfissviptingu yfir höfði sér. Að auki verður honum gert að greiða 90 þúsund krónur í sekt fyrir þennan vítaverða akstur.