30. júní 2014
30. júní 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tekinn tvisvar fyrir fíkniefnaakstur
Átján ára piltur var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fyrst var hann stöðvaður í Ártúnsholti aðfaranótt laugardags og svo aftur Grafarvogi aðfaranótt sunnudags, en þá hafði hann komist yfir aðra bifreið. Pilturinn var einnig tekinn fyrir fíkniefnaakstur í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Fyrir utan þennan síbrotamann í umferðinni tók lögreglan tuttugu og einn ökumann fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu um helgina.