Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. júní 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tekinn tvisvar fyrir fíkniefnaakstur

Karl á fertugsaldri var tekinn í tvígang fyrir fíkniefnaakstur um helgina. Fyrst var hann stöðvaður í miðborginni á föstudagskvöld og svo aftur í Breiðholti á sunnudagskvöld. Í fyrra skiptið fannst jafnframt marijúana í fórum hans en maðurinn hefur alloft áður komið við sögu hjá lögreglu.