Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. júní 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tekinn með stera

Tilkynning barst til lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrradag þess efnis að maður væri að reyna að komast inn í bíla í Keflavík. Lögreglumenn fundu manninn fljótlega og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Hann reyndist vera með stera í fljótandi formi í fórum sínum, auk allmikilla peninga. Hann var í annarlegu ástandi og reyndist útilokað að ræða við hann að svo komnu máli. Hann var því látinn sofa úr sér í fangaklefa, en tekin af honum skýrsla að því loknu og hann látinn laus.