23. desember 2010
23. desember 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Tekinn með nokkur þúsund E-töflur
Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fundu í gærkvöldi nokkur þúsund E-töflur í fórum Íslendings á fertugsaldri sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Hann var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.