Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. september 2014

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tekinn með falsað vegabréf

Erlendur ferðamaður framvísaði fölsuðu vegabréfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Vaknaði grunur um að skilríkið væri falsað þegar hann framvísaði því í vegabréfahliði og reyndist sá grunur á rökum reistur við nánari skoðun. Vegabréfið, sem útgefið var í Ísrael, var grunnfalsað og stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum för mannsins.

Lenti með sprungna framrúðu

Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í vikunni þegar tilkynnt var um Orion flugvél, sem væri að koma inn til lendingar með sprungna framrúðu. Vélin var frá kanadíska hernum og voru sextán manns um borð. Hún lenti heilu og höldnu og gekk lendingin vel.