Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. júlí 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tamin gæs hvarf 1940

Verkefni lögreglu eru af ýmsum toga, bæði stór og smá en forvitnilegt getur verið að glugga í gamlar skýrslur og lesa um viðfangsefnin hverju sinni. Látum því fylgja með eina slíka skýrslu, en í henni segir frá tamdri gæs sem hvarf á Seltjarnarnesi árið 1940. Skýrsluhöfundur er Pálmi Jónsson, sem vann í lögreglunni í Reykjavík um árabil, og því upplagt að láta líka fylgja með eina mynd af honum. Þar er hann í hópi góðra manna, en í neðri röð, f.v., eru Guðmundur Hermannsson, Sigurjón Sigurðsson og Pálmi. Í efri röð, f.v., eru svo Erlingur Pálsson, óþekktur, Magnús Sörensen og Sigurður M. Þorsteinsson. Hópmyndin var tekin árið 1952, en tilefni hennar virðist hafa verið afhending viðurkenninga, mögulega fyrir afrek á íþróttasviðinu. Þess má að endingu geta að fóstursonur Pálma var Hörður Jóhannesson, sem var líka lögreglumaður til áratuga. Hörður vann m.a. alllengi við slysarannsóknir (SRD) og síðar á starfsævinni sem aðalvarðstjóri í Mosfellsbæ. Á þriðju myndinni, sem var tekin árið 1971, eru, f.v., Jónas Bjarnason, Hörður Valdimarsson, Magnús Einarsson, Hörður Jóhannesson og Héðinn Svanbergsson. Ökutækið er Taunus Transit.