Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. júlí 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Talsvert að gera hjá lögreglunni á Akureyri en skemmtanahald gekk vel

Talsvert var að gera hjá lögreglunni á Akureyri í nótt vegna skemmtanahalds á Akureyri. Mikill fjöldi fólks var í miðbæ Akureyrar í gærkvöldi og nótt og þó nokkur ölvun. Lögreglan þurfti aðallega að hafa afskipti af fólki sem hafði sofnað ölvunarsvefni utandyra víðs vegar um bæinn. Einn gisti fangageymslu lögreglunnar sökum ölvunar.Þau mál sem komu til kasta lögreglu reyndust vera minniháttar.