Fara beint í efnið

10. febrúar 2022

Takmörkuð rannsóknargeta á PCR prófum vegna COVID-19

Vegna mikillar aukningar á PCR prófum undanfarna daga verður fólk að gera ráð fyrir allt að þremur sólarhringum þangað til niðurstaða berst.

HVE - mynd af sjó

Þeir sem eru með einkenni sjúkdóms eru beðnir að halda sig til hlés en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar.

Vegna þessa mikla álags þarf að takmarka fjölda PCR prófa hvern dag þar sem rannsóknarstofan annar ekki þeim fjölda sýna sem nú er að berast. Á Suðurlandsbraut 34 verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR en hins vegar má telja daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi.