Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. maí 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Takmarkanir á drónaflugi 15. – 18. maí

Flug dróna verður með öllu óheimilt í miðborg Reykjavíkur, í kringum flugvelli og meðfram Reykjanesbraut frá 15. maí kl. 08:00 til 18. maí kl. 12:00.

Tilkynning um bann ríkislögreglustjóra við flugi dróna/fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði, sbr. 4. tl. 12. gr. reglugerðar um starfrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017. Flug dróna verður með öllu óheimilt í miðborg Reykjavíkur, í kringum flugvelli og meðfram Reykjanesbraut frá 15. maí kl. 08:00 til 18. maí kl. 12:00. Þessar ráðstafanir eru vegna öryggisgæslu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins.

Gagnvirkt yfirlitskort sem sýnir takmarkanir á aðgengi og áhrifasvæði banns við drónaflugi má nálgast hér.

Hægt er að hlaða niður prentvænu korti sem sýnir áhrifasvæði dróna bannsins hér.