Fara beint í efnið

6. nóvember 2023

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er aðili að Velferðarneti Suðurnesja

Sýslumenn taka þátt í ýmsum verkefnum, til hagsbóta fyrir landsmenn. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum er aðili að Velferðarneti Suðurnesja, en það er samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum og fjögurra ríkisstofnana sem eru í beinni þjónustu við íbúa á Suðurnesjum, þ.e. sýslumanns, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, Lögreglustjórans á Suðurnesjum og Vinnumálastofnunar.

Hond_tolva

Með samstarfinu er stefnt að því að boðleiðir á milli starfsstöðva og faghópa verði styttri, verkefnið auki starfsánægju þeirra sem starfa á opinberum vettvangi í þágu íbúa og sé þannig íbúum til heilla. Heildarávinningur verkefnisins er því mikill fyrir íbúa, stofnanir og starfsfólk.

Velferðarnetið heldur úti vefsíðunni sudurnes.is – Velkomin til Suðurnesja, en markmiðið með síðunni er að nýir íbúar upplifi sig velkomna, þeir séu upplýstir um helstu þjónustu og afþreyingu á svæðinu og verði sem allra fyrst virkir þátttakendur í samfélaginu. Vefsíðan er í stöðugri þróun og mun verða þýdd á ensku innan skamms.

Velferðarnet Suðurnesja hefur verið tilnefnt til Evrópuverðlauna um bestu samstarfsverkefni í Evrópu og stendur kosning nú yfir, sjá nánari upplýsingar hér.