18. mars 2024
18. mars 2024
Sýkingarvarnarstjóri SAk á sýkingarvarnarráðstefnu í Finnlandi
Mikilvægt að eiga samtal um góðar sýkingarvarnir.
Á dögunum var Rut Guðbrandsdóttur sýkingarvarnarstjóra boðið á fund í Finnlandi á vegum Flowmedik þar sem saman komu ásamt henni sýkingarvarnarfulltrúar frá Helsinki, Hong Kong, Lettlandi, Póllandi og Finnlandi ásamt starfsfólki á sýkingarvarnardeild LSH.
Fundurinn markar upphaf að reglulegu upplýsingaflæði milli fulltrúa þessara landa hvað varðar sýkingarvarnir. Hópurinn heimsótti sýkingarvarnardeild Helsinki University Hospital en þar starfa yfir 20 sérmenntaðir sýkingarvarnarhjúkrunarfræðingar.
Fyrirhugaðir eru netfundir á 6 mánaða fresti.
„Ég hlakka mikið til samstarfsins enda er alltaf gott að fá samanburðinn á hvatningu til að gera enn betur. Heilt yfir get ég samt alveg sagt að SAk stendur sig mjög vel í samanburði við Lettland og Pólland en við eigum ennþá eitthvað eftir í að ná Finnlandi. Þess vegna er þessi samráðsvettvangur tilvalinn og dýrmætt að hafa aðgang að eins öflugu teymi og er í Helsinki til að ná okkar markmiðum,“ segir Rut.