Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

11. ágúst 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sýking af völdum nóró veiru í rénun.

Staðfest er að sýking sem kom upp meðal gesta á Úlfljótsvatni í gær er hefðbundin magapest af ætt Nóró veira. Vinna í fjöldahjálparstöð sem komið var á í Grunnskólanum í Hveragerði hefur gengið vel og virðist sýkingin nú í rénun. 6 eru veikir nú þegar þetta er ritað. Byrjað er að útskrifa þá sem ekki hafa veikst og mun Skátahreyfingin, í samráði við Rauða kross Íslands, aðstoða þau við að koma sér fyrir en aðstaða að Úlfljótsvatni er enn lokuð. Undirbúningur að þrifum og sótthreinsun fjöldahjálparstöðvarinnar í Grunnskólanum er hafinn og standa vonir til þess að röskun á starfi kennara Grunnskóla Hveragerðis verði sem minnst en til stendur að þeir hefji undirbúning að vetrarstarfi sínu, á komandi vetri, á mánudag.

Enda þó verkefninu sé ekki lokið er tilefni til þess að hrósa þeim sem að máli þessu komu fyrir fagleg viðbrögð enda verður árangurinn alltaf eftir því sem í er lagt.