Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

4. júlí 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Svikasímtöl frá innlendum farsímanúmerum

Um er að ræða svikasímtöl þar sem svikararnir falsa númerin sem er hringt úr (e. spoofing), kynna sig á ensku og segjast vera að hringja frá Microsoft. Viðkomandi reynir að telja fórnarlambinu trú um að Microsoft viti af villu eða bilun í tölvunni þinni og þurfi aðgang að tölvunni til að lagfæra villuna. Einnig reyna þeir að sannfæra viðkomandi um að gefa persónu upplýsingar á borð við ljósmynd af vegabréfi og kreditkortaupplýsingar.

CERT-IS varar við að gefa óþekktum aðila aðgang að tölvunni þinni, fara ekki eftir fyrirmælum frá aðila sem þú þekkir ekki og loka á símtöl sem þú átt ekki von á.

CERT-IS

Íslandsbanki varar við