Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

16. febrúar 2016

Þessi frétt er meira en árs gömul

Sviðsetti innbrot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upplýst innbrot í bifreið í umdæminu á síðasta ári, en þar var stolið verkfærum að andvirði nokkurra milljóna króna. Tjónið var að sjálfsögðu mjög bagalegt fyrir eiganda áhaldanna, en það var bót í máli að sá var ágætlega tryggður og fékk greitt frá sínu tryggingafélagi í samræmi við það. Auk þess að upplýsa málið hefur lögreglan nú endurheimt drjúgan hluta af verkfærunum, en þjófurinn reyndist hins vegar vera eigandi þeirra eftir allt saman. Sá sviðsetti innbrotið og kallaði síðan til lögreglu, en tilgangurinn var að svíkja út fé.