Fara beint í efnið

21. mars 2024

Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi fara fram 4. maí 2024.

kosningar

Sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag hefur verið staðfest af innviðaráðuneytinu og munu sveitarstjórnarkosningar fara fram í nýju sveitarfélagi 4. maí næstkomandi.

Landskjörstjórn vill vekja athygli á stuttum frestum fyrir kosningarnar:

  • Frestur fyrir umsóknir námsmanna búsetta á Norðurlöndunum til að fá að kjósa er til

    25. mars nk. Umsóknum er beint til Þjóðskrá Íslands, sjá nánar hér.

  • Frestur til að skila inn framboðslistum til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins er til kl. 12 á hádegi 29. mars nk.

  • Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 5. apríl á skrifstofum sýslumannsembættanna og í sendiráðum erlendis.