21. mars 2024
21. mars 2024
Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar
Sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi fara fram 4. maí 2024.
Sameining Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í eitt sveitarfélag hefur verið staðfest af innviðaráðuneytinu og munu sveitarstjórnarkosningar fara fram í nýju sveitarfélagi 4. maí næstkomandi.
Landskjörstjórn vill vekja athygli á stuttum frestum fyrir kosningarnar:
Frestur fyrir umsóknir námsmanna búsetta á Norðurlöndunum til að fá að kjósa er til
25. mars nk. Umsóknum er beint til Þjóðskrá Íslands, sjá nánar hér.
Frestur til að skila inn framboðslistum til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins er til kl. 12 á hádegi 29. mars nk.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst 5. apríl á skrifstofum sýslumannsembættanna og í sendiráðum erlendis.