8. febrúar 2024
8. febrúar 2024
Sumarstörf hjá Landi og skógi
Land og skógur óskar eftir starfsfólki í sumarstörf við vistfræðirannsóknir, meðal annars vettvangsvinnu sem snertir vöktun á ástandi lands, rannsóknir á votlendi og loftslagsbókhald Íslands.
Land og skógur er þekkingarstofnun á sviði gróður- og jarðvegsauðlinda og gegnir mikilvægu hlutverki við að bæta þessar auðlindir Íslands og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra. Land og skógur sinnir vernd og endurheimt vistkerfa og ræktun skóga. Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 66/2023 um Land og skóg, lögum nr. 155/2018 um landgræðslu og lögum nr. 33/2019 um skóga og skógrækt.
Helstu verkefni og ábyrgð
Um er að ræða stöður aðstoðarfólks við rannsóknir hjá Landi og skógi. Sumarstarfið felst í vistfræðirannsóknum stofnunarinnar, m.a. feltvinnu tengdri vöktun á ástandi lands, rannsóknum á votlendi og loftslagsbókhaldi Íslands. Starfinu fylgja talsverð ferðalög víða um land þar sem fjarvera frá starfstöð getur verið löng og samfelld, gert er ráð fyrir mikilli útivinnu og löngum vinnudögum. Gert er ráð fyrir að starfstöð sumarstarfsfólks sé í Reykjavík með möguleika á starfstöð í Gunnarsholti eða á Hvanneyri.
Hæfniskröfur
Umsækjendur þurfa að hafa lokið a.m.k. fyrsta ári í háskólanámi á sviði náttúruvísinda eða skyldra greina.
Hæfni til að vinna í hópi og undir álagi er skilyrði.
Reynsla af útivist er kostur, sem og bakgrunnur í plöntugreiningum, jarðvegsfræði og reynsla af vinnu á rannsóknarstofu.
Sömuleiðis er reynsla af akstri við erfiðar aðstæður, þ.e. utan þjóðvegar, á torfærum slóðum, á breyttum bílum og svo framvegis er kostur.
Stundvísi, ábyrgð og þjónustulund eru skilyrði.
Bílpróf er æskilegt.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
Störfin eru fjölbreytt og henta öllum kynjum. Upphaf starfs verður í maí eða júní. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Um er að ræða fullt starf.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 21.02.2024
Sótt er um starfið á Starfatorgi, www.starfatorg.is
Nánari upplýsingar veitir
Bryndís Marteinsdóttir, sviðstjóri sjálfbærni og loftlags – bryndis.marteinsdottir@landogskogur.is
Framræsluskurður. Ljósmynd: Land og skógur.