Fara beint í efnið

13. mars 2024

Sumarlokun Kristnesspítala

Ákveðið hefur verið að loka Kristnesspítala þar sem fram fara enduhæfinga- og öldrunarækningar. Lokunin verður í 4 vikur frá og með 22. júní til 21. júlí 2024.

Kristnesspítali

Búast má við að það taki viku að ná upp fullri starfsemi að loknu sumarleyfi.

„Með þessu móti mun skerðing á endurhæfingastarfsemi stofnunarinnar verða með minnsta móti í stað þess að halda úti starfsemi á deild með takmarkaða starfsemi í allt að 12 vikur yfir sumarið,“ segir Helgi Þór Leifsson framkvæmdastjóri klínískrar þjónustu.