Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. desember 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð lokaðar kl.20:00 í kvöld.

Versnandi veður er nú á norðanverðum Vestfjörðum. Vindur hefur aukist og spáð er töluverðri úrkomu í kólnandi veðri. Í þessum aðstæðum skapast snjóflóðahætta á Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð. Af þessum sökum mun veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar verða lokað kl.20:00 í kvöld. Strax í fyrramálið mun staðan verða metin m.t.t. opnunar á nýjan leik. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma Vegagerðarinnar, 1777, eða á heimasíðu hennar, http://www.vegagerdin.is