Fara beint í efnið

17. ágúst 2021

Styttri afgreiðslutími á sviði fjölskyldumála og þinglýsinga

Aðgerðir hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Dómsmálaráðuneytið og önnur sýslumannsembætti hafa leitt til styttri afgreiðslutíma á sviði fjölskyldumála og þinglýsinga.

SMH - hlíðasmári

Aðgerðir hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við dómsmálaráðuneytið og önnur sýslumannsembætti hafa leitt til styttri afgreiðslutíma á sviði fjölskyldumála og þinglýsinga.

Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar, verklag endurskoðað og starfsfólki boðið upp á aukna fræðslu og námskeið. Stöðugildum hefur einnig fjölgað á báðum sviðum og loks var farið í yfirvinnuátak á þinglýsingasviði til að auka afköst og stytta biðtíma. Rekstrarfé hefur verið
aukið og hugsanlega verður veitt frekara viðbótarfé til að stytta biðtíma hjá sérfræðingum í málefnum barna með því að úthluta einhverjum málum til sjálfstæðra sérfræðinga.

Umboðsmaður Alþingis hefur verið með málið til athugunar og kallaði eftir upplýsingum frá Dómsmálaráðuneytinu vegna kvartana og ábendinga um að langan tíma tæki að afgreiða mál á umræddum sviðum. Í ljósi þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til hefur hann ákveðið að taka málið ekki til frekari athugunar.


Frétt uppfærð 20.8.2021