Fara beint í efnið

10. febrúar 2023

Styrkur úr Fléttunni

Styrkir til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu

Fléttan

Ánægjulegt er að segja frá því að fyrirtækið IGNAS (áður SVAI ehf.) í samstarfi við SAk ásamt LSH fékk styrk úr Fléttunni til að vinna saman að nýsköpunarverkefni tengt sýkingavörnum.

Verkefnið felur í sér að innleiða lausn sem snýr að fækkun spítalasýkinga er verða með beinu snertismiti. Lausnin mun vera hátæknilausn með gervigreindar-hugbúnaði ásamt skýjalausn. 

Þetta er í fyrsta skipti sem SAk tekur þátt í nýsköpunarverkefni af þessu taki og því áhugavert að taka þátt í verkefninu.

Myndaður hefur verið vinnuhópur og mun sýkingavarnastjóri hafa umsjón með verkefninu á SAk.  

Eftirfarandi linkur er að frétt varðandi styrkinn.

Stjórnarráðið | Fléttan: SVAI notar gervigreind til að fækka spítalasýkingum (stjornarradid.is)