Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. október 2025

Stunguáverkar í Grindavík

Klukkan 00:12 sl. nótt barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um hávaða í íbúð í Grindavík.

Klukkan 00:12 sl. nótt barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um hávaða í íbúð í Grindavík.

Þegar lögreglan kom á vettvang kom í ljós að þarna hafði maður veitt sjálfum sér stunguáverka og því kallaði lögreglan á sjúkralið til aðstoðar viðkomandi.

Hinn slasaði var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala Fossvogi til frekari aðhlynningar. Hann er á gjörgæsludeild en ástand hans er stöðugt.

Lögreglan mun ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.