Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. apríl 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Strokufanginn færður í afplánun

Strokufanginn, sem var handtekinn undir morgun, hefur verið færður í afplánun í fangelsið á Hólmsheiði. Maðurinn var handtekinn í sumarbústað á höfuðborgarsvæðinu, en fimm aðrir voru jafnframt handteknir í tengslum við leitina. Fimmmenningarnir voru allir færðir á lögreglustöð til yfirheyrslu, en eru nú lausir úr haldi lögreglu. Rannsókn á meintum þætti þeirra beinist að því hvort brotamanni hafi verið veitt aðstoð við að losna undan handtöku.