Fara beint í efnið

12. maí 2023

Stofnuð verður þekkingar- og ráðgjafamiðstöð um ME-sjúkdóminn

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fela Sjúkrahúsinu á Akureyri í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Norðurlands að koma á fót þekkingar- og ráðgjafarmiðstöð um ME sjúkdóminn. Alþjóðlegi ME dagurinn er í dag sem miðar að því að efla vitund um sjúkdóminn sem veldur langvarandi vöðvaverkjum og bólgum í heila eða mænu.

SAk - Copy (1)

Áformuð stofnun þekkingar- og ráðgjafarmiðstöðvar um ME sjúkdóminn hefur fengið vinnuheitið Akureyrarklíníkin. Liður í stofnun hennar er að bæta skilning á ME og skyldum sjúkdómum og stuðla að bættri þjónustu við sjúklinga. Meðal annars er horft til þess að þangað geti heimilislæknar leitað með tilfelli sem þarfnast staðfestingar á greiningu og sjúklingar fengið ráðgjöf. Klíníkin yrði þannig samhæfandi aðili um þjónustu við ME sjúklinga á landsvísu, auk þess að vinna að skráningu sjúkdómsins og stuðla að rannsóknum.

Nánar í frétt á vef Stjórnarráðsins.