Fara beint í efnið

5. maí 2022

Stöndum saman um handhreinsun

Handhreinsun er mikilvæg sýkingavörn sem verndar okkur öll með því að draga úr smitum á milli manna.

Sóttvarnalæknir - logo

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tileinkar 5. maí handhreinsun.

Handhreinsun er mikilvæg sýkingavörn sem verndar okkur öll með því að draga úr smitum á milli manna.

Þetta árið er áherslan lögð á mikilvægi handhreinsunar í heilbrigðisþjónustu, bæði starfsmanna og skjólstæðinga.

Við getum bætt öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustu með handhreinsun. Öflug gæða- og öryggismenning hvetur fólk einnig til að hreinsa hendur á réttum tímum á réttan hátt.

Þrátt fyrir að hvatning WHO beinist sérstaklega að heilbrigðisþjónustu þá er hún ætluð öllum því handhreinsun sem sýkingavörn á alls staðar við.

Sinnum handhreinsun og sameinumst þannig um aukið öryggi í umönnun og öllum samskiptum.

Á vef WHO eru hlekkir í kynningarefni um handhreinsun og mikilvægi öryggis og gæða í menningu heilbrigðisstofnanna.

Sóttvarnalæknir