Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. janúar 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Stöðubrot í Reykjavík

Talsvert er um stöðubrot í Reykjavík en um helgina hafði lögreglan afskipti af tæplega fimmtíu ökutækjum vegna þessa, aðallega á miðborgarsvæðinu en líka annars staðar í borginni. Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega, m.a. til að þeir komist hjá útgjöldum en nú er 5000 kr. sekt vegna stöðubrots en gjaldið rennur í Bílastæðasjóð.