25. nóvember 2014
25. nóvember 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Stöðubrot á höfuðborgarsvæðinu
Lögreglan hafði afskipti af rúmlega hundrað og þrjátíu ökutækjum á höfuðborgarsvæðinu um helgina, en þeim var öllum lagt ólöglega. Þetta lofar ekki góðu, nú þegar jólin eru fram undan og viðbúið að margir verði á ferðinni. Sem fyrr hvetur lögreglan ökumenn til að leggja löglega, m.a. til að þeir komist hjá útgjöldum en sekt vegna stöðubrots er 5000 kr.