Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

24. mars 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Stefnuljósanotkun – 550 ökumenn stöðvaðir í febrúar

Í febrúar fylgdist lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sérstaklega með stefnuljósanotkun ökumanna. Höfð voru afskipti af 550 ökumönnum sem gáfu ekki stefnuljós þegar við átti. Í mars hefur lögreglan svo lagt ríka áherslu á eftirlit við ljósastýrð gatnamót í kjölfar ábendinga frá vegfarendum um ökumenn sem aka gegn rauðu ljósi. Ennfremur er fylgst með því að stöðvunarskylda á gatnamót sé virt.