Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. febrúar 2011

Þessi frétt er meira en árs gömul

Stefnuljósanotkun – 50 ökumenn stöðvaðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgist sérstaklega með stefnuljósanotkun ökumanna þessa dagana, líkt og áður hefur komið fram. Enn eru margir sem nota ekki stefnuljós, eins og kveðið er á um í umferðarlögum, og því er greinilega full þörf á eftirliti af þessu tagi. Í fyrradag voru t.d. höfð afskipti af fimmtíu ökumönnum sem gáfu ekki stefnuljós þegar við átti en hinir sömu eiga nú allir sekt yfir höfði sér.

Til upprifjunar er rétt að minna aftur á