27. febrúar 2012
27. febrúar 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Starfsleyfisúttekt fíkniefnaleitarhunda og sprengjuleitarhunda
Mynd sýnir þátttakendur og kennara.
Föstudaginn 24. febrúar lauk starfsleyfisúttekt ríkislögreglustjóra og Lögregluskóla ríkisins fyrir hundaþjálfara og hunda löggæslu í samstarfi við tollgæsluna. Kennarar á námskeiðinu komu frá lögreglu og tollgæslu.
Að þessu sinni útskrifuðust fimm hundar, þar af þrír fíkniefnaleitarhundar frá lögreglu, einn frá Fangelsismálastofnun og þá útskrifaðist sprengjuleitarhundur hjá sérsveit ríkislögreglustjóra.
Fíkniefnaleitarhundar eru nú hjá lögreglunni í Borgarnesi, Vestmannaeyjum, á Blönduósi, Akureyri, Eskifirði, Selfossi og Suðurnesjum. Þá er fíkniefnaleitarhundur í fangelsinu að Litla-hrauni og hjá tollgæslunni en mikil samvinna er á milli þessara löggæslustofna varðandi fíkniefnaleitarhunda.