27. júní 2024
27. júní 2024
Starfsfólk SAk fær samfélagsviðurkenningu frá Krabbameinsfélaginu
Samfélagsviðurkenning Krabbameinsfélagsins er veitt þeim aðilum sem félaginu þykir hafa lagt málstaðnum lið með eftirtektarverðum hætti
Þann 26. júní sl. afhenti Krabbameinsfélagið starfsfólki SAk samfélagsviðurkenningu fyrir að leggja sig fram, gera sitt besta og örlítið meira en það fyrir fólk sem er að takast á við krabbamein.
Viðurkenningin var einnig veitt og móttekin af fulltrúum 15 fagstétta þann 25. maí sl.
Hér má lesa fréttina á vefsíðu Krabbameinsfélagsins: https://www.krabb.is/.../samfelagsvidurkenning...