9. nóvember 2023
9. nóvember 2023
Starfsemistölur fyrir janúar – október 2023
1,7 nýr einstaklingur fæðist á dag
Fjöldi dvalardaga fyrir ofangreint tímabil eru 24.885, sem er um 7,3% meira en á sama tíma og í fyrra og er meðaldvöl á deild 4,5 dagar.
Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráðainnlögn en þær eru um 77,5% af heildarinnlögnum.
Mikið álag hefur verið á legudeildunum og er rúmanýting á lyflækningadeild 101% og á skurðlækningadeild 97,3% á tímabilinu. Einnig hefur verið töluvert álag á geðdeildinni á þessu ári og rúmanýting þar á tímabilinu 88% samanborið við 73% í fyrra.
Í lok október biðu um um 14% inniliggjandi einstaklinga á bráðalegudeildum og Kristnesspítala eftir föstu plássi á Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri. Að meðaltali eru um 6,6 einstaklingar inniliggjandi sem eru búnir í meðferð eða bíða eftir endurhæfingu eða plássi á hjúkrunarheimili.
Um 4,6% aukning er í komum á göngudeildir en 9.554 einstaklingar hafa fengið þjónustu á göngudeild og þar af 1.811 vegna krabbameinslyfjagjafar. Komur á dagdeildir eru 5.198.
Á bráðamóttöku og göngudeild bráðamóttöku hafa leitað 9.269 einstaklingar samanborið við 8.484 á sama tíma í fyrra og því aukningin milli ára rúmlega 9% yfir tímabilið. Biðtími eftir því að hitta lækni á bráðamóttöku er um 42 mínútur en viðmið okkar er 40 mínútur í bið.
Skurðaðgerðir í janúar-október voru 2.186 og er 34% aðgerða bráðaaðgerðir. Gerðar hafa verið 273 gerviliðaaðgerðir til þessa.
Fjöldi myndgreiningarannsókna (án brjóstamynda) var um 33.974 og gerir það að meðaltali um 112 rannsóknir á dag.
Fjöldi rannsókna á rannsóknadeild SAk var tæplega 229 þúsund samanborið við 282 þúsund í fyrra en að mestu má rekja fækkun rannsókna til færri PCR sýna á þessu ári.
Á tímabilinu janúar til október fæddust 350 börn samanborið við 381 barn á sama tíma í fyrra sem samsvarar 1,7 nýjum einstaklingi á dag.
Mikil aukning hefur verið í komum ferðamanna á árinu og er tæplega 34% aukning milli ára í komum ósjúkratryggðra á bráðamóttöku. Að sama skapi hefur innlögðum einstaklingum fjölgað lítillega á tímabilinu en er þó sambærileg og í fyrra með áberandi toppi yfir sumarmánuðina.