Fara beint í efnið

8. ágúst 2024

Starfsemistölur fyrir janúar-júlí 2024

Færri innlagnir og fækkun í fjölda ferðamanna sem leita til SAk.

Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk - landscape
  • Fjöldi dvalardaga á tímabilinu janúar til júlí var rúmlega 15.100 sem er um 15% fækkun frá því í fyrra en að sama skapi er fækkun sjúklinga sem þurfa að leggjast inn um 10%. Dvalir einstaklinga eru aðeins styttast og meðalfjöldi dvaladaga eru núna 4,5 dagar samanborið við 4,7 í fyrra.

  • Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráðainnlögn en þær eru um 76,3% af heildarinnlögnum.

  • Að meðaltali eru um fimm til sex sjúklingar inniliggjandi á hverjum tíma sem eru búnir í meðferð og bíða eftir endurhæfingu eða plássi á hjúkrunarheimili.

  • Ef horft er til rúmanýtingar deilda þá er hún mun minni á öllum deildum. Lyflækningadeild er með 90% nýtingu, skurðlækningadeild með rúmlega 79% og geðdeild með tæplega 65% yfir tímabilið janúar til júlí. Ástæðan er sú sama og að ofan greinir að útskriftir eiga sér stað fyrr en áður og rúmanýting þannig betri auk þess sem sjúklingar eru færri.

Tafla 1 með starfsemistölum jan-júl 2024
  • Tæplega 7.700 einstaklingar hafa fengið þjónustu á göngudeild og þar af

    1.410 vegna krabbameinslyfjagjafar, samanborið við 1.270 lyfjagjafir á sama tíma í fyrra og er stöðug aukning í þeirri þjónustu.

  • Á bráðamóttöku og göngudeild bráðamóttöku er fjöldi samskipta sá sami og í fyrra eða 10.709 samanborið við 10.668 á sama tíma í fyrra (sjá graf um komur á bráðamóttöku janúar til júlí ár hvert). Biðtími eftir því að hitta lækni á bráðamóttöku er nú um 44 mínútur sem er aðeins fyrir utan viðmið okkar um 40 mínútna bið eftir lækni.

Tafla 2 með starfsemistölum jan-júl 2024
  • Fjöldi skurðaðgerða janúar til júlí voru tæplega 1.400 sem er aðeins minna en í fyrra þegar tæplega 1.500 aðgerðir voru gerðar yfir sama tímabil. Tæplega 33% aðgerða voru bráðaaðgerðir og gerviliðaaðgerðir 178 á móti 190 gerviliðaaðgerðum í fyrra.

  • Fjöldi myndgreiningarannsókna (án brjóstamynda) var 23.777 og gerir það að meðaltali um 112 rannsóknir á dag sem er sambærilegt og verið hefur. Sambærileg starfsemi er á rannsóknadeild og lífeðlisfræðideild eins og í fyrra.

  • Enn er aukning í fæðingum en í ár hafa fæðst 236 börn samanborið við

    229 börn á sama tíma í fyrra.

  • Töluverð fækkun er í komum og innnlögnum ósjúkratryggðra miðað við sama tímabil í fyrra. Tæplega 400 hafa leitað á bráðamóttökuna og 54 hafa verið lagðir inn en í fyrra höfðu verið lagðir inn 69 einstaklingar og um 460 einstaklingar leitað á bráðamóttökuna.