11. september 2023
11. september 2023
Starfsemistölur fyrir janúar – ágúst 2023
Mikið álag á legudeildir og áfram tíðar komur ferðamanna
Fjöldi dvalardaga fyrir ofangreint tímabil eru 19.690, sem er um 8,3% meira en á sama tíma og í fyrra og er meðaldvöl á deild 4,7 dagar.
Flestir sjúklinganna eru lagðir inn í bráðainnlögn en þær eru um 79% af heildarinnlögnum.
Mikið álag hefur verið á legudeildunum og er rúmanýting á lyflækningadeild 99,6% og á skurðlækningadeild 98,5% á tímabilinu. Einnig hefur verið mjög þungt á geðdeildinni á þessu ári og rúmanýting þar á tímabilinu 88,8% samanborið við 70% í fyrra.
Í lok ágúst biðu um um 14% inniliggjandi einstaklinga á bráðalegudeildum og Kristnesspítala eftir föstu plássi á Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri. Aukið álag hefur verið á SAk eftir að rýmum fækkaði á Heilsuvernd og ekki hefur verið hægt að tryggja næga heimahjúkrun fyrir einstaklinga sem geta farið aftur heim.
Um 8.200 einstaklingar hafa fengið þjónustu á göngudeild og þar af 1.446 vegna krabbameinslyfjagjafar. Komur á dagdeildir eru 4.147.
Á bráðamóttöku og göngudeild bráðamóttöku hafa leitað 7.677 einstaklingar samanborið við 6.933 á sama tíma í fyrra og því aukningin milli ára tæplega 11% yfir tímabilið. Biðtími eftir því að hitta lækni á bráðamóttöku er um 41 mínúta sem er rétt við það viðmið sem sjúkrahúsið setur sér.
Skurðaðgerðir í janúar-ágúst voru 1.670 og er tæplega 36% aðgerða bráðaaðgerðir. Gerðar hafa verið 206 gerviliðaaðgerðir til þessa.
Fjöldi rannsókna á rannsóknastofu frá janúar til júlí voru um 164.000. Fjöldi myndgreiningarannsókna (án brjóstamynda) var tæplega 26.800 og gerir það að meðaltali um 110 rannsóknir á dag.
Á tímabilinu janúar til ágúst fæddust 270 börn samanborið við 286 börn á sama tíma í fyrra.
Mikil aukning hefur verið í komum ferðamanna og er rúmlega 40% aukning milli ára í komum ósjúkratryggðra á sjúkrahúsið. Að sama skapi fjölgar innlögðum einstaklingum einnig en á þessu tímabili er aukning um rúmlega 20% í innlögnum milli ára.