17. febrúar 2014
17. febrúar 2014
Þessi frétt er meira en árs gömul
Starfsemi peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra árið 2013
Árið 2013 bárust skrifstofunni 491 tilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum, sem er enn og aftur fjölgun frá árinu á undan, en þá voru þær 352. Tilkynningum og fyrirspurnum frá lögregluembættum hefur fjölgað talsvert svo og önnur þjónusta við embættin. Peningaþvættisskrifstofu ríkislögreglustjóra bárust alls 491 tilkynningar frá tilkynningarskyldum aðilum á árinu, af þeim voru 254 framsend til þóknanlegrar meðferðar. Samskipti við erlendar peningaþvættisskrifstofur (Egmont Secure Web) voru þó nokkur á árinu.
Eitt af hlutverkum peningaþvættisskrifstofu er að veita fræðslu um peningaþvætti og stóð skrifstofan fyrir þremur kynningum fyrir tilkynningarskylda aðila á árinu.