Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

12. nóvember 2025

Starf lögræðings á Akureyri

Fiskistofa óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa á Akureyri.

Við leitum að metnaðarfullum, áhugasömum, sjálfstæðum jákvæðum og drífandi einstakling sem hefur reynslu af því að starfa innan stjórnsýslunnar.

Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu, sveigjanlegan vinnutíma og kost á fjarvinnu.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Meðferð stjórnsýslumála á sviði lax- og silungsveiði og fiskveiðistjórnunar.

  • Lögfræðileg ráðgjöf innan Fiskistofu.

  • Samskipti við önnur stjórnvöld, stofnanir og haghafa.

  • Þátttaka í gerð og þróun verkferla og innleiðingu á stafrænni stjórnsýslu.

  • Önnur lögfræðileg verkefni á starfssviði stofnunarinnar.

Hæfniskröfur

  • BA gráða í lögfræði ásamt meistaraprófi eða embættispróf (Cand.Jur eða ML) í lögfræði.

  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu og stjórnsýslurétti er skilyrði.

  • Þekking og reynsla á sviði fiskveiðistjórnunnar og/eða lax og silungsveiði er kostur.

  • Frumkvæði og sjálfstæði við úrlausn viðfangsefna.

  • Góð greiningarhæfi.

  • Sjálfstæði, nákvæmni og agi í vinnubrögðum.

  • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Mjög góð færni í að tjá sig í ræðu og riti á íslensku er skilyrði.

  • Góð færni í ensku.

Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2025 og allar nánari upplýsingar er að finna á Starfatorgi.