9. mars 2023
9. mars 2023
Stafrænt umsóknakerfi fyrir veiðileyfi
Fiskistofa hefur tekið í notkun stafrænt umsóknakerfi í samstarfi við Ísland.is fyrir veiðileyfi.
Nú geta aðilar sótt um veiðileyfi á notendavænan og einfaldan hátt. Í ferlinu eru öll opinber gögn sem þurfa að fylgja umsókninni sótt sjálfkrafa og greitt er fyrir leyfin í lok ferlisins. Leyfin eru svo gefin út samdægurs og gerð aðgengileg í stafrænu pósthólfi ef svo ber undir.
Til að hægt sé að sækja stafrænt um veiðileyfi getur útgerðaraðili valið að skrá sig inn sem fyrirtæki þegar hann skráir sig inn með sínum rafrænu skilríkjum. Sjá nánari upplýsingar á Ísland.is.
Ekki verður lengur hægt að sækja um veiðileyfi í gegnum Uggann en ef aðilar lenda í vandræðum með umsóknarferlið er hægt að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á fiskistofa@fiskistofa.is.