Fara beint í efnið

16. mars 2022

Stafræna spjallið: rafrænar undirritanir

Í þessum þætti af Stafræna spjallinu ætlum við að kafa aðeins ofan í rafrænar undirritanir.

stafræna spjallið rafraenarUndirritanir

Í stafræna spjallinu ræðum við stafræna umbreytingu á mannamáli og förum yfir praktísk atriði sem gegnast fólki í lífi og starfi.
Markmiðið er að auka skilning og opna augu okkar fyrir þeim tækifærum sem eru innan seilingar ef við vitum hvar á að leita.

Í þessum þætti ætlum við að kafa aðeins ofan í rafrænar undirritanir. Hvað það þýðir að undirrita rafrænt? Hvaða þýðingu það hefur lagalega séð? Hver eru tækifærin? Hvernig lítur þetta út fyrir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum? Hvernig lítur framtíðin út?

Arnaldur Axfjörð verkefnastjóri öryggismála hjá Embætti landlæknis tekur spjallið um rafrænar undirritanir, fer yfir út á hvað þær ganga og sýnir hvernig má undirrita rafrænt.

Þáttastjórnandi Vigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands.
Stafrænt Ísland hefur það hlutverk að bæta stafræna þjónustu hins opinbera í samstarfi við stofnanir.