Fara beint í efnið

24. september 2020

Stafræn umskipti opinberra stofnanna

Fjármála- og efnahagsráðuneytið vinnur nú að kortlagningu á hve langt á veg stofnanir eru komnar varðandi stafræna umskipti (e. Digital Transformation).  Með stafrænum umskiptum er átt við hve vel stofnanir eru tilbúnar að nýts sér tækni framtíðarinnar, virkja nýsköpun og gera starfsmenn sína hæfari að takast á nýjar áskoranir. 

Stafræn umskipti opinberra stofnanna

Mikilvægt er mikilvægt að skilja hversu langt stofnanir eru á veg komnar í þessari vegferð og draga fram sjónarmið stjórnenda þeirra í þessum efnum. Ráðuneytið sendi um 240 stjórnendum í nærri 90 stofnunum könnun í maí síðast liðnum og svör bárust frá yfir 80% stofnana. Ráðgjafafyrirtækið Intenta vann út niðurstöðum könnunarinnar og liggur nú skýrsla fyrir sem hægt er að nálgast hér fyrir neðan.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að stjórnendur eru vel meðvitaðir um stafræn umskipti og telja þau skipta stofnun sína verulegu máli þegar horft er til framtíðar. Margar stofnanir standa frammi fyrir tækniskuld og hyggja að fjárfestingum á komandi árum.  Helstu áskorun stofnana er að undirbúa starfsmenn fyrir þær breytingar sem verða með fjórðu iðnbyltingunni.  Þá telja stjórnendur að gríðarlegt tækifæri felist í hagnýtingu á gervigreind og þeir treysta tölvuskýjum og sjá möguleika í að hagræða í rekstri og gera starfsemina straumlínulagaðri.  Að lokum þurfa margar stofnanir að endurskoða stefnur sínar þannig að þær styðji við stafræna umbreytingu.

Stofnanir geta séð niðurstöður fyrir sína stofnun í samanburði við heildina myndrænan hátt með því að skrá sig inn á lokað svæði könnunarinnar.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur mikilvægt að leggja þessa skýrslu inn í umræðuna í
ljósi þeirra miklu áskorana sem framundan eru.   Niðurstöðurnar eru ætlaðar til að ákvarða hvaða stuðning hver stofnun á þessari vegferð.

Smellið HÉR til að skoða skýrsluna.

Skýrslan í heild sinni er hér.