Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. september 2025

Stafræn skref 2025

7 stofnanir fengu viðurkenningu fyrir stafræn skref á Tengjum ríkið í ár.

7 stofnanir fengu viðurkenningu fyrir stafræn skref á Tengjum ríkið í ár.

Við óskum viðurkenningarhöfum innilega til hamingju með árangurinn um leið, þökkum þeim kærlega fyrir gott samstarf á árinu sem er að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Birna Íris Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands

9 Stafræn skref

Þrjár stofnanir hafa tekið öll skrefin en þau eru: Stafrænt pósthólf, Innskráning fyrir alla, Umsóknarkerfi Ísland.is, Mínar síður Ísland.is, vefsíða á Ísland.is, spjallmennið Askur, þjónustuvefur, Ísland.is appið og Straumurinn.

  • Samgögnustofa 2024.

  • Sjúkratryggingar 2024.

  • Sýslumenn 2023.

8 Stafræn skref

  • Fjársýslan hefur tekið öll stafrænu skrefin nema spjallmennið Ask, þar af 2 skref síðasta árið.

  • Tryggingastofnun hefur sömuleiðis tekið öll stafrænu skrefin nema ASK og hafa tekið 6 skref síðasta árið.

  • Vinnueftirlitið hefur tekið eitt skref frá því í fyrra og vantar nú spjallmennið Ask en stofnunin er með Þjónustukerfi Ísland.is í vinnslu.

7 Stafræn skref

  • Húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur bætt við sig einu skrefi frá því í fyrra og vantar nú vefsíðu og Ask til að ná fullu húsi stiga.

  • Útlendingastofnun tók eitt stafrænt skref á árinu.

  • Embætti Landlæknis

  • Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

6 Stafræn skref

  • Fiskistofa.

  • Lögreglan er komin með sex skref ásamt því að vera með þrjú skref í vinnslu.

  • Þjóðskrá kemur ný inn í ár og með sjönda skrefið í vinnslu.

  • Háskóli Íslands er sömuleiðis nýr á lista með sex skref.

Þrjár stofnanir hafa tekið fimm skref en það eru Skatturinn, vinnumálastofnun og Vegagerðin. Þá var vakin sérstök athygli á því að Skatturinn og Stafrænt Ísland eru í mjög nánu samstarfi og mörg skref í vinnslu, og spennandi að sjá hversu mörg skref þau klára næsta árið.

Stafrænu skrefinu eru hvataverðlaun fyrir opinbera aðila og er ætlað að ýta undir nýtingu fjárfestingar og markmið ráðuneytisins með því að veita þeim opinberu aðilum viðurkenningu sem nýta opin og sameiginleg tól sem þróuð hafa verið af Stafrænu Íslandi.

Hvataverðlaunin Stafræn skref voru veitt í fyrsta skipti árið 2022 en skrefin eru níu talsins.

Á vef Stafræns Íslands geta stofnanir flett upp og fylgst með þeim Stafrænu skrefum sem þær hafa tekið með Stafrænu Íslandi. Taka skal fram að ekki eiga öll skref við allar stofnanir og að skrefin munu þróast eftir því sem fram líða stundir.

Skoða Stafræn skef opinberra aðila.

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.