Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. apríl 2025

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps vegna verslunar og þjónustu í landi Litlu-Hóla

Skipulagsstofnun staðfesti, 30. apríl 2025, breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 sem samþykkt var í sveitarstjórn 19. mars 2025.

Í breytingunni felst skilgreining 0,5 ha verslunar- og þjónustusvæði VÞ45 á Litlu-Hólum. Landbúnaðarsvæði L1 minnkar sem þessu nemur. Áform eru um að innan svæðisins verði gistiþjónusta.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.