Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

2. apríl 2025

Staðfesting á breytingu á rammahluta aðalskipulags í Vífilsstaðalandi, vegna fjölgunar íbúða

Skipulagsstofnun staðfesti, 2. apríl 2025, breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 sem samþykkt var í bæjarstjórn 20. mars 2025.

Breytingin tekur til rammahluta aðalskipulags í Vífilsstaðalandi og felst í að hámarksfjöldi íbúða á svæðinu fer úr 2.470 í 2.700. Jafnframt er bætt við ákvæðum um svigrúm í fjölda íbúða um +/- 50 íbúðir fyrir hvern reit, alls 5 reiti.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.