Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. október 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra vegna nýs verslunar- og þjónustusvæðis á jörðinni Borg

Skipulagsstofnun staðfesti, 28. október 2024, breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 sem samþykkt var í sveitarstjórn 10. janúar 2024.

Í breytingunni felst að skilgreint er nýtt 0,5 ha verslunar- og þjónustusvæði (VÞ38) og við það minnkar frístundasvæði (F1) sem því nemur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. Skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.