Fara beint í efnið

16. júlí 2024

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar vegna legu Reykjanesbrautar

Skipulagsstofnun staðfesti, 16. júlí 2024, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030 sem samþykkt var í skipulagsnefnd Keflavíkurflugallar fyrir svæði A og af hálfu Landhelgisgæslunnar fyrir svæði B, 6. maí 2024.

screenshot-2024-07-16-102621

Í breytingunni felst að fallið er frá breyttri legu Reykjanesbrautar og hún haldi núverandi legu næst flugstöðinni.

Málsmeðferð var samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.