Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. apríl 2025

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar vegna iðnaðarsvæðis vestan Kvernár

Skipulagsstofnun staðfesti, 29. apríl 2025, breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. nóvember 2024.

Í breytingunni felst að iðnaðarsvæði I-1 stækkar í 16,1 ha. Efnistökusvæði E-3 fellur út ásamt því að mörk I-1 færast til vesturs. Þéttbýlismörk eru færð að austurmörkum iðnaðarsvæðisins en þar stækkar landbúnaðarsvæði L-1. Opið svæði OP-5 minnkar sem þessu nemur.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.