9. júlí 2024
9. júlí 2024
Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar
Skipulagsstofnun staðfesti 9. júlí 2024 breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 sem samþykkt var í bæjarstjórn 11. janúar 2024.
Í breytingunni felst að hluta athafnasvæðis (AT-1) á Grundarfirði er breytt í verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-3) ásamt breytingum á skipulagsákvæðum. Gert er ráð fyrir stækkun á hafnarsvæði H-2 með landfyllingum ásamt breyttum skipulagsákvæðum hafnarsvæða H-2 og H-1. Mörk svæðis til sérstakra nota (SN-1) eru löguð að landfyllingum.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.