Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. október 2025

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi fyrrum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna stækkunar verslunar og þjónustu í landi Hofsstaða

Skipulagsstofnun staðfesti 9. október 2025 breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem samþykkt var í sveitarstjórn 12. febrúar 2025.

Í breytingunni felst að verslun og þjónusta VÞ-8 stækkar úr 2,1 ha í 5 ha og byggingarmagn eykst úr 2.000 m2 í 2.500 m2. Landbúnaðarsvæði L1 minnkar sem því nemur. Gerð verður breyting á sveitarfélagsuppdrætti þar sem VÞ-8 verður fláki í stað punktmerkingar auk þess sem heiti reitsins verður breytt úr Hofsstaðaseli í Hofsstaði.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.