Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

17. febrúar 2025

Staðfesting á breytingu á aðalskipulagi fyrrum Helgafellssveitar vegna verslunar- og þjónustusvæðis og íbúðarbyggðar að Birkilundi

Skipulagsstofnun staðfesti, 14. febrúar 2025, breytingu á Aðalskipulagi fyrrum Helgafellssveitar 2012-2024 sem samþykkt var í bæjarráði 21. nóvember 2024.

Í breytingunni felst skilgreining á nýju 2,8 ha verslunar- og þjónustusvæði í landi með heimildir fyrir gististarfsemi með 75 gistirúmum og stækkun á íbúðarbyggð um 6,6 ha fyrir 4 nýjar íbúðarlóðir. Frístundarbyggð og landbúnaðarland minnka til samræmis.

Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Hægt er að nálgast aðalskipulagsbreytinguna í Skipulagsgátt og á Skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar þegar breytingin hefur öðlast gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.